Búinn að vera

Eins og fyrirsögnin segir, þá er ég búinn að vera, alla vega í kvöld! Ástæðan er sú að í dag, laugardag, fór ég ásamt systkinum og Hansa, kærasta Möggu suður til Reykjavíkur. Við byrjuðum á því að fara í Smáralindina og þar var fjöldinn þvílíkur að ég held ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á jafn litlum fleti og þar. Heilir 63.000 fermetrar ætli þar hafi ekki verið um 25.000 manns. Mig svimaði þarna en samt náðum við að vera þarna í tvo tíma.

Síðan var ferðinni heitið yfir Fífuhvammsveginn og inn í Smárann. Við fórum inn í Elko og versluðum nokkrar jólagjafir, ég get svo svarið það að röðin náði frá kössunum og út að Reykjanesbraut. Fólk er klikkað og þar á meðal ég, að ég hafi ekki verið löngu búinn að versla áður.

Svo fóru krakkarnir inn í Kringluna en á meðan fór ég inn í Nexus á Hverfisgötunni og verslaði DVD-myndir. Nexus er snilld, þar fást DVD myndir sem ekki eru seldar i BT eða Elko.

Fólk er ruglað tveimur dögum fyrir jól. Jæja, núna ætla ég að fara og horfa á sjónvarpið og sofna svo. Á morgun er Þorláksmessa og við ætlum í skötu hjá ömmu og afa á Ferjubakka í hádeginu, síðan verð ég í jólatrjáasölu Björgunarsveitarinnar Brákar á morgun milli hálf tvö og fjögur.

Fleira var það ekki

Kiddi kveður


JÓLAFRÍ

Nú var síðasta barnið að ganga út úr dægradvölinni hjá mér sem þýðir að ég er kominn í jólafrí. Það eina sem ég á eftir að gera er að skrifa nokkur jólakort og kaupa svo allar jólagjafirnar hana minni fjölskyldu.  En sem sagt, leti, matur og ekkert að gera næstu 17 daga.

jibbííííííííííííi

Kiddi kveður,

Ég held taki mér bloggfrí um jólin, blogga hvort eð er svo lítið að fólk tekur ekkert eftir


Jólafastandi,,, oh ekki aldeilis.

Jæja, þá er þessi margþráða jólafasta runnin upp með alle tilbehör. Í raun ætti þetta ekki að heita jólafasta heldur jóla,,,, eitthvað, sko alls ekki fasta. Mér dettur það ekki til hugar á aðventunni. Mér dettur reyndar ekki til hugar að fasta öll hin tímabilin.  Var á jólahlaðborði með Lindaskóla í Rúgbrauðsgerðinni, það var fínt en mér fannst margt vanta, til dæmis hangikjöt, laufabrauð, kartöflur og uppstúf. En ég var farinn heim fyrir miðnætti, og ekkert fyllerí. Ég var míns eigins dræver. Þegar systkinin mín fengu þær fréttir að ég væri að fara á jólahlaðborð og það með Lindaskóla, ákváðu þau að flýja norður í land og skella sér á bretti í Hlíðarfjalli. Rosa fyllerí hjá þeim. En ég er að fara aftur á jólahlaðborð um næstu helgi og þá með ÍTK-urunum. Það verður vonandi fjör þá.Og engin helvítis fasta hjá mér,, takk fyrir. Kiddi kveður

 


Gestabók

Ég var að komast að  því að það er gestabók hérna á bloggsíðunni minni og einungis tveir skráð sig en þrjár athugasemdir.

Endilega skráið ykkur þarna inni, annars nenni ég ekki að blogga.

Kv. Kiddi Jói


nýtt blog

Því miður þá hefur tekið upp í mér bloggleti sem er alræmd hjá lötu fólki eins og mér. Það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið og má þar helst nefna flutningur af Hvanneyri, já ég er semsagt kominn í Bjargslandið eftir 16 ára fjarveru þaðan. 1991 fluttum við úr Mávaklettinum og niður á Þórólfsgötu og bjuggum við það í heil 15 ár, svo seldu gömlu hjónin það og sumarið 2006 áttum við heima á Trönunni gömlu og svo í ágúst í fyrra áttum við heima í Sóltúni 19a á Hvanneyri þar til í október sl. að við fluttum okkur í nýju Sólfellsblokkina í Arnarkletti 26 í Borgarnesi.  Þar sem þessi blokk stendur nú var áður hinn svokallaði Wembley-völlur þar sem í mína daga voru háðir ófáir fótboltabardagar milli efra (Bjargslands og Sandvíkur) á móti neðra (öllum þeim sem bjuggu fyrir neðan Nástræti(Þórðargötu)).  Þessi blokk er sosum ágæt en í öllum þessum 12 íbúðum sem búið er í erum við ekki nema 4 fjölskyldur sem eru alíslenskar, sem er nokkuð skrýtið. Ég ætla ekki að vera með einhverja rasistatölu hér en ykkur að segja finnst mér þetta hálf óþægileg tilfinning að þurfa að hlusta á pólsku sitthvoru megin við mig. Í einni íbúðinni við hliðina á mér býr pólsk fjölskylda sem er mjög róleg og næs en í hinni býr unglingsstrákur(að við höldum) ásamt fjölskyldu sinni. Ég get svo svarið að strákfjandinn sé ekki nema 15-18, hann er með sítt hár, hann drekkur og reykir og gerir í því að halda fyrir manni vöku. Við erum búin að kvarta nokkrum sinnum undan hávaða frá honum, einu sinni þegar hann setti graðhestatónlist sína í botn klukkan 7 á laugardagsmorgni, og aftur klukkan 2 að nóttu þar sem hann var að rífast að ég held við systur sínar, eða frænkur, maður veit ekki hvað búa margir þarna. Hann hefur sem betur fer ekki verið með neitt vesen þar til núna í nótt. Herbergið mitt snýr akkúrat út að svölunum hjá þeim (stráknum og familíunni hans) um þrjú eytið verð ég var við brölt, dreg ég gluggatjöldin aðeins frá og sé hvar hann stendur uppi á svölunum og er að fikta í gervihnattadisknum. Ég kalla út um gluggan og spyr hann hvort hann viti ekki hvað klukkan væri. Hann svaraði mér ekki en ég held að hann hafi skynjað frústrerasjón mína fyrir að vera haldin vakandi. Þökk sé honum þá er ég ennþá vakandi klukkuna að ganga sex á sunnudagsmorgni. EKKKKI gaman.

Annað sem er að frétta af mér er það að ég ákvað um síðustu mánaðarmót að setja kennaranámið mitt í salt. Hætti semsagt í Kennó, ég ætla ekki að fara og afsaka mig en ég tók þá ákvörðun vegna þess að vinnan mín er mikil og ég hef ekki efni á að minnka við mig vinnu og fara á námslán næstu árin. Nei takk.  Þið sem viljið rífast í mér, sleppið því, því þetta var mín ákvörðun ein og sér og hún stendur. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun, það er ekki auðvelt að ákveða svona einn,tveir og tíu. Tók langan tíma á ákveða.

Jólabærinn Borgarnesi fór í gang á föstudaginn og ég er eiginlega farinn að telja niður þar til jólafríið byrjar í skólanum, síðasti kennsludagur í Lindaskóla er fimmtudagurinn 20 des. jibbííí, laaaangt jólafrí. yndislegt.

Jæja, best að reyna að fara að sofa, vonandi að strákfíflið fari ekki að hoppa um svalirnar á meðan.

 

Kiddi kveður


Marta G. Guðmundsdóttir.

Grænlandsfarinn og frænka mín, Marta Guðmunda Guðmundsdóttir lést í morgun eftir stutta en hetjulega baráttu við illvíg mein í höfði.

Í vor fór hún í stóra og mikla ferð yfir Grænlandsjökul til styrktar rannsókna gegn brjóstakrabbameini.  http://martag.blog.is

Ég votta fjölskyldu hennar og aðstandendum mína dýpstu samúð.

marta

Marta G. Guðmundsdóttir

F: 29. apríl 1970

D: 6. nóvember 2007

Hvíldu í friði frænka

Meðfylgjandi er linkur á visi.is sem fjallaði um andlát Mörtu í gær; http://www.visir.is/article/20071106/FRETTIR01/71106111&SearchID=73298736715840


Hún á afmæli í dag

Hún elsku besta vinkona mín, Olla Mæja á afmæli í dag. Orkuboltinn Olla er 27 ára gömul. Við höfum brallað margt í gegnum tíðina og eigum eftir að bralla eitthvað meira í framtíðinni.

Til lukku með daginn Olla mín.

Kiddi Jói.

Hérna kemur linkur að bloggsíðunni hennar.  http://fotspor.blogspot.com

 


Bissí Krissí, fyrir djúpþenkjandi Dylan eins og mig.

Var að hlusta á lag eftir Bjartmar Gunnlaugsson í morgun á leiðinni suður. Ég var að fara í staðlotu í KHÍ og einhvern veginn þegar ég var kominn inn í Mosó fór ég að hugsa. (Aldrei þessu vant). Ég var að fara í kjörsviðskynningu í Kennó, ég er eiginlega búinn að velja mér kjörsvið en svo eru fleiri svið sem heilla mig þ.á.m. íslenskt táknmál, enska og danska.

Ég hef eiginlega ekki haft tíma til að fylgjast með sjónvarpinu undanfarið og enn minni tíma til að gefa mér tíma til að setjast niður og vinna verkefnin í Kennó, en á því verða sem betur fer breytingar í þessum mánuði. Ég tók ákvörðun að minnka við mig námið, úr 15 í 10 einingar og ætla að hafa gaman af náminu framvegis. Ég ætla að standa mig betur i október en ég gerði í september.

Ég fór í bekkjarpartý á laugardag og ég öskraði úr hlátri ásamt bekkjarfélögum mínum við að sjá gamlar myndir frá stofujólunum '89, jólaballi, dansskóla og fleira. Það var hryllilega fyndið að sjá þessar gömlu vídjómyndir. OMG. og sjá, nú er komin bloggsíða fyrir b-bekkinn; http://b-bekkurinn.blog.is  Það koma vonandi inn myndir fljótt.

Jæja, ég nenni ekki meiru.

Kiddi Jói kveður


,,Georg! Hentirðu útigrillinu?

,,Já!" ,,Viltu gjöra svo vel og ná í það, því gæti verið stolið!"  Þessi setning ásamt fleirum úr kvikmyndinni "Stella í orlofi" er orðin gulls ígildi. Einhver sú albesta gamanmynd íslenskrar kvikmyndasögu. Ég náði að kaupa mér hana á DVD í Elko. Edda Björgvins, Laddi og Gestur Einar ásamt fleirum. Tær snilld. Mér finnst vanta mikið gerð góðra íslenskra gamanmynda, Ég hef heyrt að Astrópía sé að gera það gott, en mér finnst mikið af því vonda eins og Pétur Jóhann og Sveppi þeir finnst mér vera ofnotaðir í svona hlutverk. Svona 8ís gamanmyndir eins og Með allt á hreinu, Dalalíf, Stella í orlofi, Magnús og Karlakórinn Hekla eru klassískar

Annars mætti mér alveg ganga betur í náminu. Er að byrja á áfanga sem heitir Upplýsingalæsi, sem mér finnst alger steypa, tóm tjara og þvílík þvæla. Leiðbeinendagreyin sem eiga að heita ,,lektorar", eru algerlega úti að skíta og það finnst mér vera vandamál. Ég er ekki ánægður með framsetningu á þessu námskeiði og í alvöru talað er verið að gera fjarnemendum eins og mér sem þjást að skóla-og verkefnakvíða erfitt fyrir, en ég ætla að nota frasa úr Stellu í orlofi.

Þetta er vandamál, en vandamálin eru til að takast á við þau!!

Njótið kvöldsins. Ætla að drekka aðeins meira af Dooleys og Kókómjólk og kíkja kannski á barinn.

Kiddi Kveður.


Nostalgía

Man einhver eftir sketsaþættinum "Gætt' að þess sem þú gerir maður". Þetta var þáttur sem sýndur var einhvern tíma fyrir um 20-25 árum. Leikendur voru: Laddi, Örn Árnason og Sigrún Edda Björnsdóttir. Ég man að þetta var til á spólu í Arabíunni hjá ömmu og afa og ég horfði  á þetta í tíma og ótíma. Sakna þessa þátts mikið. Var bara allt í einu að detta þennan þátt í hug.

Ef einhver lumar á þessum þætti og gömlum áramótaskaupum, látið mig vita.

Kiddi kveður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband