Nostalgía

Man einhver eftir sketsaþættinum "Gætt' að þess sem þú gerir maður". Þetta var þáttur sem sýndur var einhvern tíma fyrir um 20-25 árum. Leikendur voru: Laddi, Örn Árnason og Sigrún Edda Björnsdóttir. Ég man að þetta var til á spólu í Arabíunni hjá ömmu og afa og ég horfði  á þetta í tíma og ótíma. Sakna þessa þátts mikið. Var bara allt í einu að detta þennan þátt í hug.

Ef einhver lumar á þessum þætti og gömlum áramótaskaupum, látið mig vita.

Kiddi kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Ja hérna.  Nú kemurðu að tómum kofanum.  Ég man bara eftir "fastir liðir eins og venjulega"

Ragnar Gunnarsson, 6.9.2007 kl. 17:45

2 identicon

"Sakna þessa þátts.." Er það ekki þáttar?

Magga (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband