Jólafastandi,,, oh ekki aldeilis.

Jæja, þá er þessi margþráða jólafasta runnin upp með alle tilbehör. Í raun ætti þetta ekki að heita jólafasta heldur jóla,,,, eitthvað, sko alls ekki fasta. Mér dettur það ekki til hugar á aðventunni. Mér dettur reyndar ekki til hugar að fasta öll hin tímabilin.  Var á jólahlaðborði með Lindaskóla í Rúgbrauðsgerðinni, það var fínt en mér fannst margt vanta, til dæmis hangikjöt, laufabrauð, kartöflur og uppstúf. En ég var farinn heim fyrir miðnætti, og ekkert fyllerí. Ég var míns eigins dræver. Þegar systkinin mín fengu þær fréttir að ég væri að fara á jólahlaðborð og það með Lindaskóla, ákváðu þau að flýja norður í land og skella sér á bretti í Hlíðarfjalli. Rosa fyllerí hjá þeim. En ég er að fara aftur á jólahlaðborð um næstu helgi og þá með ÍTK-urunum. Það verður vonandi fjör þá.Og engin helvítis fasta hjá mér,, takk fyrir. Kiddi kveður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála, ekki jólafasta,, jólaEKKIfasta,,,

hilsen hilsen úr BDL

Íris frænka (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband