Bissí Krissí, fyrir djúpþenkjandi Dylan eins og mig.

Var að hlusta á lag eftir Bjartmar Gunnlaugsson í morgun á leiðinni suður. Ég var að fara í staðlotu í KHÍ og einhvern veginn þegar ég var kominn inn í Mosó fór ég að hugsa. (Aldrei þessu vant). Ég var að fara í kjörsviðskynningu í Kennó, ég er eiginlega búinn að velja mér kjörsvið en svo eru fleiri svið sem heilla mig þ.á.m. íslenskt táknmál, enska og danska.

Ég hef eiginlega ekki haft tíma til að fylgjast með sjónvarpinu undanfarið og enn minni tíma til að gefa mér tíma til að setjast niður og vinna verkefnin í Kennó, en á því verða sem betur fer breytingar í þessum mánuði. Ég tók ákvörðun að minnka við mig námið, úr 15 í 10 einingar og ætla að hafa gaman af náminu framvegis. Ég ætla að standa mig betur i október en ég gerði í september.

Ég fór í bekkjarpartý á laugardag og ég öskraði úr hlátri ásamt bekkjarfélögum mínum við að sjá gamlar myndir frá stofujólunum '89, jólaballi, dansskóla og fleira. Það var hryllilega fyndið að sjá þessar gömlu vídjómyndir. OMG. og sjá, nú er komin bloggsíða fyrir b-bekkinn; http://b-bekkurinn.blog.is  Það koma vonandi inn myndir fljótt.

Jæja, ég nenni ekki meiru.

Kiddi Jói kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband