Þetta er ekki orðið fyndið lengur

Nú þarf þessi ríkisstjórn okkar að fara og hysja upp um sig buxurnar og lækka bensíngjaldið. Eða við Íslendingar þurfum að hætta að láta taka okkur svona endalaust í rassgatið og fara og mótmæla þessum stöðugum hækkunum á eldsneyti.

Þetta er ekki fyndið lengur....


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo sammála þér...það er sko verið að taka okkur öll í ÞURRT rassgatið...allt sem hækkar hratt lækkar hægt svo að bensínið mun ekki lækka mikið þegar eða EF það lækkar einhverntíman, kannski um einhverja aura í einu.

Kolla (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:38

2 identicon

Hætta að kaupa stóra bíla ?

Það er enginn lausn í því, margir kaupa sér stórabíla því þeir þurfa stórabíla til að festast ekki í sköflun t.d. (því við búum á Íslandi ef þú ert búinn að gleyma því).

Ég er ekki að segja að ALLIR noti jeppan sinn sem .. jeppa en það eru fjölskyldur sem þurfa stóra bíla og að segja þeim að kaupa sér sparneytan Yaris er bara engin lausn fyrir þau.

GK (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Kiddi Jói

Ég á ekki LandCruiser, heldur bara venjulegan fólksbíl og mig er farið að svíða sárt yfir því að fylla á tankinn. Það skiptir ekki máli hvort það séu landcruiserar eða fólksbílar sem við eigum. Þetta er orðið alltof hátt verð.

Kiddi Jói, 17.3.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Maren

Maður þarf að fara að græja hjólið...pússa hjálminn og skvera sér i óvissuna!

Maren, 17.3.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Ég er alveg sammála háu verði á bensíni, þetta bitnar á öllum. Aldrei hef ég heyrt um sparneytin jeppa. Það geta ekki allir verið á prius! Þó það yrði gott fyrir umhverfið.. En hvað með Björgunarsveitir landsins? Flestar eru nú á jeppum og annað ekki hægt en að kaupa á þá bensín/dísel til að halda þeim gangandi. Hvað gerist ef að björgunarsveitir komast ekki útkall út af eldsneytisverði...?

Margrét Hildur Pétursdóttir, 18.3.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Maren

Ég held að það séu fleiri sem þurfa að fara að hysja upp um sig buxurnar!

Kiddi komdu svo með eins og eitt stykki blogg...þú fórst erlendis um daginn,segðu mér frá því..

Maren, 22.4.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband