nýtt blog

Því miður þá hefur tekið upp í mér bloggleti sem er alræmd hjá lötu fólki eins og mér. Það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið og má þar helst nefna flutningur af Hvanneyri, já ég er semsagt kominn í Bjargslandið eftir 16 ára fjarveru þaðan. 1991 fluttum við úr Mávaklettinum og niður á Þórólfsgötu og bjuggum við það í heil 15 ár, svo seldu gömlu hjónin það og sumarið 2006 áttum við heima á Trönunni gömlu og svo í ágúst í fyrra áttum við heima í Sóltúni 19a á Hvanneyri þar til í október sl. að við fluttum okkur í nýju Sólfellsblokkina í Arnarkletti 26 í Borgarnesi.  Þar sem þessi blokk stendur nú var áður hinn svokallaði Wembley-völlur þar sem í mína daga voru háðir ófáir fótboltabardagar milli efra (Bjargslands og Sandvíkur) á móti neðra (öllum þeim sem bjuggu fyrir neðan Nástræti(Þórðargötu)).  Þessi blokk er sosum ágæt en í öllum þessum 12 íbúðum sem búið er í erum við ekki nema 4 fjölskyldur sem eru alíslenskar, sem er nokkuð skrýtið. Ég ætla ekki að vera með einhverja rasistatölu hér en ykkur að segja finnst mér þetta hálf óþægileg tilfinning að þurfa að hlusta á pólsku sitthvoru megin við mig. Í einni íbúðinni við hliðina á mér býr pólsk fjölskylda sem er mjög róleg og næs en í hinni býr unglingsstrákur(að við höldum) ásamt fjölskyldu sinni. Ég get svo svarið að strákfjandinn sé ekki nema 15-18, hann er með sítt hár, hann drekkur og reykir og gerir í því að halda fyrir manni vöku. Við erum búin að kvarta nokkrum sinnum undan hávaða frá honum, einu sinni þegar hann setti graðhestatónlist sína í botn klukkan 7 á laugardagsmorgni, og aftur klukkan 2 að nóttu þar sem hann var að rífast að ég held við systur sínar, eða frænkur, maður veit ekki hvað búa margir þarna. Hann hefur sem betur fer ekki verið með neitt vesen þar til núna í nótt. Herbergið mitt snýr akkúrat út að svölunum hjá þeim (stráknum og familíunni hans) um þrjú eytið verð ég var við brölt, dreg ég gluggatjöldin aðeins frá og sé hvar hann stendur uppi á svölunum og er að fikta í gervihnattadisknum. Ég kalla út um gluggan og spyr hann hvort hann viti ekki hvað klukkan væri. Hann svaraði mér ekki en ég held að hann hafi skynjað frústrerasjón mína fyrir að vera haldin vakandi. Þökk sé honum þá er ég ennþá vakandi klukkuna að ganga sex á sunnudagsmorgni. EKKKKI gaman.

Annað sem er að frétta af mér er það að ég ákvað um síðustu mánaðarmót að setja kennaranámið mitt í salt. Hætti semsagt í Kennó, ég ætla ekki að fara og afsaka mig en ég tók þá ákvörðun vegna þess að vinnan mín er mikil og ég hef ekki efni á að minnka við mig vinnu og fara á námslán næstu árin. Nei takk.  Þið sem viljið rífast í mér, sleppið því, því þetta var mín ákvörðun ein og sér og hún stendur. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun, það er ekki auðvelt að ákveða svona einn,tveir og tíu. Tók langan tíma á ákveða.

Jólabærinn Borgarnesi fór í gang á föstudaginn og ég er eiginlega farinn að telja niður þar til jólafríið byrjar í skólanum, síðasti kennsludagur í Lindaskóla er fimmtudagurinn 20 des. jibbííí, laaaangt jólafrí. yndislegt.

Jæja, best að reyna að fara að sofa, vonandi að strákfíflið fari ekki að hoppa um svalirnar á meðan.

 

Kiddi kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Gott að  þú sinnir letinni Kiddi minn.Kennaranámið tekur þú bara seinna..þinn tími kemur!

Helvítis útlendingar geta gert mann brjálaðann....

Maren, 18.11.2007 kl. 12:50

2 identicon

Hey 'skan. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og stendur með sjálfum þér, ef ekki gerir það engin annar. Til hamingju með að vera komin í 'slandið aftur , en láttu nú fara að sjá þig í sveitinni. Viltu minna mömmu þína á það fyrir mig að senda mér banka upplýsingar fyrir leitargreiðslunni.

Verðum í bandi
Love Olla

Olla (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband