Algerlega úti að skíta

Ég hef verið að lesa mér til um Þroska-og námssálarfræði og ég tel mig nú vera algerlega úti að skíta. Ég er kominn á þriðja kafla í 600 blaðsíðnabók og hef glósað voðalega lítið og ég veit að ég á að glósa,,, en kann það ekki og þar með tel ég mig algerlega vera úti að skíta á mig í þessu fagi en ég á góða vini að, þar á meðal hana Þórhöllu, námsráðgjafa í Lindaskóla sem er by the way alger gullpersóna. Hana á ég mikið að þakka og þmt hjálpaði hún mér með umsóknina inn í Kennó.  Og ég vona að mér gangi vel með hin verkefnin og svona vonar maður samt alltaf að maður nái faginu,,,,,,,, fyrirgefið þetta heitir ekki fag heldur námskeið.    ég ætla að taka helgina í þetta og það er bannað að trufla mig, nema smá áfengi hjálpi til eins og núna Parrot Bay líkjör,, bestur í heimi.

 Ennþá er ég að drulla yfir þessa helvítis raunveruleikaþætti eins og dansruslið "So you think you can dance?" og "Pirate Master", og fyrirgefið mér það. Það er bara einn "raunveruleikaþáttur sem ég hef haldið athyglinni og það er "Rich kids cattle drive" á Sirkus. Þarna koma saman ríkir og algerlega útúrspilltir krakkar frægra einstaklinga sem fara í það að reka kúahjörð frá einum stað til annars í nafni góðgerðasamtaka. Og guð minn góður ef ég ætti eitthvert þeirra væri ég fyrir löngu búinn að rassskella þetta helvítis ríka krakkapakk. En ég get ekki annað en hlegið af þessu, sjá þessa andskotans vitleysinga..

 Kiddi kveður ,, í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Waage

Tíhíhí, já láttu þá heyra það kæri frændi, þetta fjandans raunveruleikaþáttaþrugl er að kaffæra heilu fjölskyldunum úr grænum bólum sem myndast við áhorf þessara þátta. Ef þú ímyndar þér þetta, þá sérðu fjölskyldu fyrir þér að horfa á So you think you can dance og allt í einu myndast hjörð af grænum kúlum sem líkjast Ora grænum baunum og kaffæra þau. Ákaflega aumkunnarvert.

Hafðu það sem allra best og vonandi sérð þú um menntun íslenzkrar æsku í framtíðinni.

Jói

Jóhann Waage, 30.8.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Maren

Þú rúllar þessu upp....

Maren, 31.8.2007 kl. 11:29

3 identicon

Þegar ég byrjaði í háskólanum á Hvanneyri fór ég á námstækni námskeið þar sem hraðlestur og glósutækni var kennt og námskipulag. Það hjálpaði mér mjög mikið. kannski er eitthvað slíkt sem þú getur farið í þarna í kennó. Tjekkaðu á því.

Svo hef ég fulla trú á að þú rúllir þessu upp, áhugi kemur manni ansi langt.
Kveðjur úr sveitinni
Olla

Olla (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband