Byrjaður í Kennó

Jæja, elskurnar mínar þá er maður bara byrjaður í alvöru lífsins, eða þannig.  Ég byrjaði á mánudag í Kennó og líkar bara helvíti vel,,, enn sem komið er. Hlakka til að takast á við námsefnið sem bíður mín þetta misserið.

Mér finnst þetta svolítið skrýtið að vera byrjaður í háskóla eftir níu ára fjarveru frá námsbókum, á hinn veginn hef ég verið að stunda "skóla lífsins" og tekst sáttur á við námið mitt.

 Annað var það ekki meira

 

Jú annars,, Getur Stöð 2 ekki fundið eitthvað annað til að sýna á fimmtudags-og föstudagskvöldum og laugardagskvöldum en þessar helvítis leiðindaþætti eins og "So you think you can dance" og "America's got talent". Þvílíka og aðra eins rusldagskrá hef ég aldrei á ævi minni áður séð. Hvað er að gerast á stöð 2? Hafa þeir misst algjöran metnað í að halda afþreyingardagskrá????

 

ó já mig langar til að óska honum Héðni Sveinbjörnssyni forstöðumanni félagsmiðstöðvanna Þebu og Jemen hjartanlega til hamingju með stórafmælið í dag 22. ágúst.  Ég hringdi í hann í dag og óskaði honum til hamingju með áfangan, þá var hann að kaupa hjól með mömmu sinni.   Ætli hann hafi fengið hjálpardekk með?  Nééé ætlið það; hann er orðinn svo stór, strákurinn.   

Til lukku kæri vinur.

Kiddi og HéðinnEinn koss á kinnina í tilefni dagsins. 

Sjáið bara hvað hann er ánægður með að fá koss í afmælisgjöf.

Kiddi Jói kveður,,,,,, í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Gangi þér rosalega vel í skólanum..það er stuð í kennó!

Maren, 23.8.2007 kl. 12:14

2 identicon

Hata þetta mogga-blogg-kommentakerfi arrrg, hvað legg ég ekki á mig fyrir þig bjútinn minn ;). Gangi þér rosalega vel í skólanum og taktu öllu fagnandi með opnum huga og jákvæðni, þá gengur þér svo miklu betur.

Lov'ja
Olla

Olla (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Jóhann Waage

Vildi bara skilja eftir smá kveðju elsku frændi ;)

Jói

Jóhann Waage, 26.8.2007 kl. 23:26

4 identicon

Gangii þér vel á menntaveginum vinur

ragnar gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband