Íslensk Kjötsúpa

Ég sit hérna, er að horfa út um gluggann og mér verður starsýnt á Hafnarfjallið mitt góða, sem gnæfir yfir Borgarfjörðinn. Með Borgarnes handan brúarinnar og þaðan liggja leiðir norður, vestur og austur. Ég er búinn að setja kjötið, grænmetið og allt sem því fylgir í pottinn og læt sjóða en á meðan ég er að bíða eftir að það hitni betur undir pottinum læt hugann reika aðeins á meðan. Hmm, fallegt veður, svo hverf ég algerlega inni í sjálfan mig, sem er reyndar ekki erfitt miðað við stærð mína.

Ég er borinn og barnfæddur Borgnesingur, ólst í Bjargslandinu, lék mér við helling af krökkum sem bjuggu þar. Ég er heppinn að hafa alist upp í nýju byggingarhverfi á árunum 1984-1991 þegar Bjargslandið var í mikilli uppbyggingu. Við lékum okkur í byggingagrunnunum, í fjörunni, á engjunum fyrir neðan Mávaklettinn, í grjótnámunni þar sem hellingur af ónýtum bílum var geymdur. Ég ímyndaði mér oft að ég væri í miklum löggu-og bófa eltingarleik eins og í "The Getaway" með Steve McQueen og Ali McGraw. ,,Þið náið mér sko ekki löggusvín" Náttúrulega fylgdi það því að detta og slasa sig aðeins, ég meina kommon, svona var þetta á áttunda áratugnum. Mamma og pabbi vissu alveg hvar ég var og með hverjum. 

...Allt einu heyri ég súpuna sjóða upp úr pottinum. Ég vakna upp frá reikulum huga,  lækka undir súpunni, hræri í henni aðeins og smakka, búinn að salta hana soldið og viti menn, mmmmmm.,Nammi namm. Nú býð ég bara eftir kartöflunum, rófunum og gulrótunum. Hlakka rosalega til að fá mér "eina með öllu".  Ætla svo að setjast upp í sófann, gera ekki neitt nema að láta magann melta og svo leggja í kvöld af stað út á flugvöll að sækja mömmu og Óla Magga, sem eru að koma með Kaupmannahafnarvélinni í kvöld.

Mér finnst kjötsúpa æði........

Verði mér að góðu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í flestum þeim tilfellum sem ég hef keypt mér þennan rétt hef ég fengið einhver óskilgreinanlegt glundur af mistökum upp úr potti. Eitthvað sem höfundurinn hefur gleymt að ætti að verða kjötsúpa.

Árni Gunnarsson, 10.8.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Agný

Hæ Kiddi..kjötsúpan hans kela slær allar kjötsúpur út..meira að segja viku gömulnei segi bara svona.. Sit hér og pikka þetta til þín frá úthverfi´í köben sem heitir Taastrup... hefði verið skondið að rekast á liðið en bið bara að heilsa því...Knús...

Agný, 16.8.2007 kl. 18:50

3 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

damn it.. nú er ég orðin svöng..

gaman að vera bloggvinur þinn :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband