26.11.2010 | 03:35
Af bakverkjum og bloggleysi
Var að skoða bloggið mitt og það eru meir en tvö ár síðan ég bloggaði síðast. Bloggleysið stafaði bara af algjöru metnaðarleysi og það líka að allir voru og eru með blogg, þetta týpíska 2007 dæmi. Ísland hrundi, bókstaflega, þ.m.t. fjárhagur landsmanna, þessi bóla sem hélt áfram að stækkaði sprakk loksins í andlitið á okkur, þ.e. græðgin, að þurfa að eiga allt og alla.
Núna ligg ég, reyni að sofna en get það ekki sökum bakverkja er ég fékk þegar ég stóð upp úr bíl einum, var farþegi nota bene. Guði sé lof fyrir sterkum verkjatöflum.
Ætla að reyna að sofna ef ég get.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2008 | 01:24
Nýjar slóðir
Jæja loksins, loksins. Kominn tími á að blogga aðeins. Þótt langt sé liðið síðan ég bloggaði síðast hefur lítið sem ekkert gerst. Jú það að bensínið er að hækka eins og andskotinn sjálfur.
Ég er semsagt í lööööngu og góðu sumarfríi þá hef ég haft nóg að gera. Ég fór til Danaveldis þann 17 sl mánaðar ásamt fjölskyldu minni. Við vorum þar í 12 daga. Æðislega gaman og nóg að gera. Þegar heim var komið fór ég á ættarmót um sl. helgi og þar var ennþá meira skemmtilegt. Alltaf gaman að hitta ættingja sína og detta í það með þeim. Svo í næstu viku þá mun ég ásamt samstarfsmanni mínu fara norðu á Strandir og vinna þar í hálfan mánuð. Þannig að það verður nóg að gera hjá mér.
Ójá,, ég gleymdi einu. Ég er hættur í Lindaskóla og hjá ÍTK. og er að fara að vinna sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Borgarnesi. Þannig,, nýjar slóðir.
Bleble Kiddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 21:04
Úrslit undankeppninarinnar
Jæja, sjö af tíu rétt, ekki slæmt.
Svona verður þetta.
Ísrael,
Azerbaijan,
Bosnía-Herzegóvina,
Armenía,
Rúmenía,
Rússland,
Grikkland,
Finnland,
Pólland,
Noregur.
Þetta eru löndin sem eru komin áfram í aðalkeppnina á laugardaginn.
kv. KJ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 20:34
Fyrsta undankeppnin
Þegar þetta er skrifað er verið að fara yfir lögin fyrir símakosninguna í fyrstu undankeppninni í Eurovision 2008.
Hérna er mín spá yfir þá sem ég held að komist upp úr undankeppninni og í aðalkeppnina.
Ísrael.
San Marínó
Belgía
Azerbaijan
Írland
Bosnía - Herzegóvína
Armenía
Rúmenía
Rússland
Grikkland
Þetta eru þau lög sem ég held að komist í aðalkeppnina, en við skulum sjá, því margt skrítið hefur gerst í Eurovision í gegnum tíðina.
Kv. Kiddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 15:31
Þetta er ekki orðið fyndið lengur
Nú þarf þessi ríkisstjórn okkar að fara og hysja upp um sig buxurnar og lækka bensíngjaldið. Eða við Íslendingar þurfum að hætta að láta taka okkur svona endalaust í rassgatið og fara og mótmæla þessum stöðugum hækkunum á eldsneyti.
Þetta er ekki fyndið lengur....
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2008 | 16:52
Eurovision
Jæja, mikið ofboðslega er ég ánægður að Eurobandi skyldi vinna forkeppnina, eða Laugardagslögin.
Mér finnst persónulega að Rúv ætti að skammast sín fyrir að draga þetta svona svakalega á langinn og leggja ekki meiri metnað í forkeppnina. Gera bara eins og Danir, Svíar og Norðmenn.
Áfram Eurobandið
Kiddi kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2008 | 17:25
Skítlegt andleysi
Ég er búinn að hanga heima með flensu síðan á sunnudagsmorgun. Mig hefur langað að blogga eitthvað en sofið á því,, heldur betur. Hef fylgst soldið með fréttunum og ekki fundist neitt varið í þær. Hálfgerð gúrkutíð þar á bæ, ekkert nema Britney Spears og Hollywood andlát. Who cares? Hvernig í ósköpunum nennir fólk að vera að þruglast í þessu "celebritíum". Á fólk virkilega ekki eitthvað annað líf? Ég er áskrifandi af Sjónvarpi Símanns og hef heldur betur fylgst með For-Forsetakosningunum í BNA. Ég ætla lýsa því yfir að ég er stuðningsmaður Hilary Clinton. Svo er eitt sem er algerlega búið að bjarga mér frá þvi að vera geðveikur á heimilinu mínu og það eru þættirnir um "Star Trek: Voyager". Ég er orðinn reglulegur gestur í Nexus á Hverfisgötunni og verslað mér 5 seríus af Star Trek. Ég á eftir að kaupa 2 í viðbót og þá á ég allar seríurnar. Alger bjargvættur. Nexus er náttúrulega bara snilldarverslun. Þar er hægt að finna myndir og seríur sem ekki fást annars staðar.
Ástæðan fyrir andleysi mínu er það að ég nenni ekki að vera að tala um daginn minn. ,,Ég gerði þetta, ég gerði hitt". Stend ekki í því. Hvort sem ég hef átt slæman eða góðan dag, því ætla ég að halda því fyrir mig.
En jæja, lífið heldur áfram. Það líður kannski ekki langt á milli blogga.
Lifið heil. Kv. Kiddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 00:53
Tvenndó 2008
Þá er maður nýkominn heim af Tvenndó 2008. Fyrir þá sem ekki vita hvað Tvenndarleikar eru, þá eru þetta Tvenndarleikar ÍTK, starfsmanna félagsmiðstöðvanna í Kópavogi. Þetta lýsir sér þannig að hver félagsmiðstöð fær þema sem hún vinnur úr. Við fengum Ítalíu og ákváðum við að taka Mario brothers. Við byrjuðum á því að fara í Keiluhöllina og taka þar leik og vorum við þar í um tvær klukkustundir svo var haldið að Garðaholti á Álftanesi og þar var haldin atriðakeppni. Við í Hólnum röppuðum okkar þema sem var "The Super Mario Bros Theme Song". Við lentum í öðru sæti jibbíí.
Myndir koma seinna
Þetta var frábært kvöld.
kv. Kiddi Jói
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 02:09
andlausari
marra vinkona mín; marra.blog.is kveðst vera andlaus. fyrst hún er andlaus þá er ég sprunginn.
skrifa seinna ef ég fæ andann yfir mig
kv. Kiddi Jói
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.12.2007 | 05:26
Andvaka og það snjóar
Ég sit andvaka, hlusta á þögnina og fylgist með snjókornunum þar sem þau falla niður. Þetta er nóttin fyrir aðfangadag.
Ég er með Stöð 2 og þar er ég að horfa á mynd sem heitir Home for the holidays, sem fjallar um konu sem fer heim til fjölskyldunnar sinnar um Þakkargjörðarhátíðina, foreldrar hennar eru meira og minna ruglaðir, móðursystirinn er á barmi geðveiki, hún á samkynhneigðan bróður og systur sem er kontrólfrík. Bróðir hennar kemur með manni sem hún verður ástfangin af. ójá, hún var rekin úr vinnunni sinni sem safnvörður á listasafni og dóttirinn að missa meydómin með kærastanum. Skemmtileg mynd.
Af hverju er ég að spá í þetta? Ég veit það ekki, datt bara í hug um að skrifa um eitthvað. Og það snjóar. Það var fjandans mikið. Hvít jól, það var mikið.
Ætla að reyna að sofna, ef ég get.
kv. Kiddi Jói
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)