Nýjar slóðir

Jæja loksins, loksins. Kominn tími á að blogga aðeins. Þótt langt sé liðið síðan ég bloggaði síðast hefur lítið sem ekkert gerst. Jú það að bensínið er að hækka eins og andskotinn sjálfur.

Ég er semsagt í lööööngu og góðu sumarfríi þá hef ég haft nóg að gera. Ég fór til Danaveldis þann 17 sl mánaðar ásamt fjölskyldu minni. Við vorum þar í 12 daga. Æðislega gaman og nóg að gera. Þegar heim var komið fór ég á ættarmót um sl. helgi og þar var ennþá meira skemmtilegt. Alltaf gaman að hitta ættingja sína og detta í það með þeim. Svo í næstu viku þá mun ég ásamt samstarfsmanni mínu fara norðu á Strandir og vinna þar í hálfan mánuð.  Þannig að það verður nóg að gera hjá mér.

Ójá,, ég gleymdi einu. Ég er hættur í Lindaskóla og hjá ÍTK.  og er að fara að vinna sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Borgarnesi. Þannig,,  nýjar slóðir.

Bleble Kiddi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna elsku frændi ..Og takk æðislega fyrir hjálpina í gær, bara frábært, er svo ánægð ..hehe köngulóin lítur reyndar bara út fyrir að vera svona stór afþví ég súmaði annars var hún örugglega bara svona venjuleg að stærð..

En hafðu það gott og gangi þér vel á Ströndum í næstu viku..

Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Gangi þér allt í haginn.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.7.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Takk fyrir síðast frændi, það var gaman að hitta þig á sunnudaginn.  Þér er nú óhætt að kíkja í heimsókn hingað á Flúðir, við erum ekkert leiðinleg. 

 Knús og kossar    







Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband