Andvaka og það snjóar

Ég sit andvaka, hlusta á þögnina og fylgist með snjókornunum þar sem þau falla niður. Þetta er nóttin fyrir aðfangadag.

Ég er með Stöð 2 og þar er ég að horfa á mynd sem heitir Home for the holidays, sem fjallar um konu sem fer heim til fjölskyldunnar sinnar um Þakkargjörðarhátíðina, foreldrar hennar eru meira og minna ruglaðir, móðursystirinn er á barmi geðveiki, hún á samkynhneigðan bróður og systur sem er kontrólfrík. Bróðir hennar kemur með manni sem hún verður ástfangin af. ójá, hún var rekin úr vinnunni sinni sem safnvörður á listasafni og dóttirinn að missa meydómin með kærastanum.  Skemmtileg mynd.

Af hverju er ég að spá í þetta? Ég veit það ekki, datt bara í hug um að skrifa um eitthvað. Og það snjóar. Það var fjandans mikið. Hvít jól, það var mikið.

Ætla að reyna að sofna, ef ég get.

kv. Kiddi Jói

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Ef þú hefur náð að sofna þá efast ég um að þú sért vaknaður....Gleðileg jól snúlli!

Maren, 24.12.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Agný

Bara að óska þér gleðilegs árs Kiddi ...Sjáumst á nýja árinu....

Agný, 31.12.2007 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband