24.12.2007 | 05:26
Andvaka og það snjóar
Ég sit andvaka, hlusta á þögnina og fylgist með snjókornunum þar sem þau falla niður. Þetta er nóttin fyrir aðfangadag.
Ég er með Stöð 2 og þar er ég að horfa á mynd sem heitir Home for the holidays, sem fjallar um konu sem fer heim til fjölskyldunnar sinnar um Þakkargjörðarhátíðina, foreldrar hennar eru meira og minna ruglaðir, móðursystirinn er á barmi geðveiki, hún á samkynhneigðan bróður og systur sem er kontrólfrík. Bróðir hennar kemur með manni sem hún verður ástfangin af. ójá, hún var rekin úr vinnunni sinni sem safnvörður á listasafni og dóttirinn að missa meydómin með kærastanum. Skemmtileg mynd.
Af hverju er ég að spá í þetta? Ég veit það ekki, datt bara í hug um að skrifa um eitthvað. Og það snjóar. Það var fjandans mikið. Hvít jól, það var mikið.
Ætla að reyna að sofna, ef ég get.
kv. Kiddi Jói
Athugasemdir
Ef þú hefur náð að sofna þá efast ég um að þú sért vaknaður....Gleðileg jól snúlli!
Maren, 24.12.2007 kl. 14:42
Bara að óska þér gleðilegs árs Kiddi ...Sjáumst á nýja árinu....
Agný, 31.12.2007 kl. 05:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning